Málmhaus með 7 stjörnur -Stikla frumsýnd í kvöld

metalheadMálmhaus, mynd Ragnars Bragasonar, sem heimsfrumsýnd verður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada á laugardaginn næsta, þann 7. september, hefur nú þegar verið sýnd blaðamönnum og gagnrýnendum á sérstökum forsýningum á hátíðinni. Á Facebook síðu myndarinnar var birt ein umfjöllun, sem er jákvæð: „….handritshöfundurinn/leikstjórinn Ragnar Bragason rannsakar af fagmennsku og vandvirkni, umfjöllunarefni myndarinnar, í gegnum sannfærandi og forvitnilega sögu.“ eða eins og það hljómar á frummálinu: „…writer/director Ragnar Bragason expertly explores and carefully reveals this theme through the film’s confident and curious story.“

Gagnrýnandinn, Chris Bilton, hjá The Grid Toronto, gefur myndinni síðan 7 stjörnur af tíu mögulegum.

Stikla fyrir myndina verður frumsýnd í Kastljósinu á RÚV nú síðar í kvöld, fimmtudagskvöld.

 

 

Stikk: