Mass Effect 3 er nýjasti leikurinn frá leikjafyrirtækinu Bioware, en jafnframt síðasti leikurinn fyrstu alvöru tölvuleikjaseríunni í tölvuleikjaheiminum. Bioware hefur gert leiki á borði við Neverwinter Nights, Dragon age og vinsæla netleikinn Star Wars: Knights of the old Republic. Í Mass Effect seríunni getur þú byggt persónu og tekið hana með í næsta leik. Þannig geta allar ákvarðanir þínar haft áhrif á þá hluti sem að gerast í framtíðinni eins og í lífinu. Þessi hugmynd um tengingu milli leikja og persónanna í þeim hefur áður komið fram, en engum hefur tekist að gera það jafn vel og í Mass Effect. Þess vegna er hægt að segja að Mass Effect leikurinn sé brautryðjandi á þessu sviði og má því líkja honum við það sem Star Wars er fyrir kvikmyndaaðdáendur.
Í Mass Effect seríunni förum við í hlutverk Shepards. Þið stjórnið baksögu hans. Í fyrsta leiknum náði maður að verða fyrsti mennski Spectreinn og bjarga heiminum. Hann hélt áfram á þeirri braut í öðrum leiknum. Í þriðja leiknum er starfið þitt mun stærra, það er undir þér komið að berjast gegn Reapers. Reapers er kynþáttur sem er kominn aftur eftir 50.000 ára dvala og ætlar að eyða öllu vitsmunalífi í vetrarbrautinni. Þitt hlutverk er að koma í veg fyrir það. Þú þarft að byggja upp her og berjast við þá.
Þar sem saga leiksins hefur verið byggð upp í 3 leikjum þá get ég ekki sagt annað en að Bioware hefur náð að byggja heim sem þér er ekki sama um. Þú vilt sjá hann lifa þessar hremmingar af og vilt halda ákveðnum karakterum lifandi. Þér er ekki sama hvað gerist í framhaldinu. Það búast allir við að þetta sé síðasta stríðið í sögunni, þannig að söguþráðurinn skiptir þig miklu máli. Í gegnum söguna hittir þú marga gamla vini úr fyrri leikjum. Það hefur mikil áhrif á leikinn hvernig þeir taka við þér og hvort þeir séu tilbúnir til að hjálpa þér í stríðinu við Reaperana.
Spilun Mass Effects er eins og í fyrri leikjum.Það er jafnerfitt að koma sér í skjól og í fyrri leikjum, en vanir Mass Effect spilarar ættu að ráða við það. Nýir þátttakendur gætu pirrast þegar erfitt er að komast í skjóla í stærri bardögum. Bardagarnir í Mass Effect 3 eru stærri en í fyrri leikjum og þú færð fleiri, stærri og erfiðari óvini en í fyrri leikjum þannig að nú skiptir einbeitingin miklu máli. Þú þarft að hugsa vandlega hvernig þú ætlar að berjast og hvaða liðsmenn þú tekur með þér. Einnig skiptir miklu máli hvernig þú stillir liðinu þínu upp til að ná sem bestum árangri.
Nýjasti hluturinn í Mass Effect er að núna getur þú farið í gegnum kafla í leiknum með vinum þínum á netinu. Margir voru hræddir um að þetta myndi skerða söguþráðinn, sem betur fer gerðist það ekki. Hins vegar var sett minni vinna í netspilunina, en ekki á kostnað söguþráðarins. Þú getur farið í gegnum nokkur borð úr sögunni og einum fítusnum er hægt að lýkja við „Horde Mode“ úr Gears Of War seríunni nema þetta er einfaldlega ekki jafn vel gert. Ég held að flestir sem munu spila online partinn séu þeir sem eru kallaðar „Achivement hórur og Trophy Hunters“ eingöngu til að fá sín stig fyrir leikinn.
Talsetning og útlit leiksins er það sem má hrósa Bioware mest fyrir. Leikurinn er virkileg vel talsettur og sömu samtölin eru ekki endurtekin aftur og aftur í leiknum. Þeir sem töluðu í fyrri leikjunum koma aftur og við fáum að hlusta á húmorinn í Seth Green meir í þessum leik þar sem hann kemur aftur sem Joker. Þeir fengu marga fræga leikara til að talsetja leikinn, sem er frábært. Þeir hafa lítið bætt útlit leiksins þar sem aðeins þurfti að fínpússa á einstaka stað. Þú munt ennþá vilja staldra við í smá stund á sumum stöðum þar sem þeir eru svo flottir.
Allt í allt þá er langt síðan að ég hef verið jafn spenntur að klára einn leik og Mass Effect, sagan er með þeim betri sem að ég hef spilað í langan tíma. Heimurinn er gullfallegur maður á virkilega að gefa Bioware stórt klapp á bakið fyrir það. Þeir eiga hrós skilið fyrir að gefa okkur alvoru seríu sem er virkilega vel gerð. Ég vonast til þess að fá að sjá þá gera eitthvað meira úr þessum heimi, kannski gefa okkur tækifæri til að spila sem annar kynþáttur?
Loka pæling er ég sá eini sem að er pirraður yfir DLCinu með Promethean, hverjum datt í hug að það væri ekki nógu mikilvægt til að vera í aðalsöguþræðinum?