Losar Excalibur úr steini – Fyrsta stikla úr King Arthur

Fyrsta stikla og fyrsta plakat úr Guy Ritchie myndinni King Arthur: Legend of the Sword, var frumsýnd í dag á Comic-Con hátíðinni í San Diego í Bandaríkjunum.

Charlie Hunnam fer með titilhlutverkið, hlutverk Arthúrs konungs, sem ber hið magnaða sverð Excalibur, sem honum tekst einum manna að losa úr steini sem það er fast í.

Ekki er langt síðan við birtum hér á síðunni nýjar ljósmyndir úr myndinni, meðal annars af Jude Law í hlutverki óþokkans Vortigern, en við fáum einmitt að sjá meira af honum í stiklunni.

charlie hunnam

Aðrir leikarar eru Eric Bana sem Uther Pendragon, faðir Arthur sem Vortigern drepur, Astrid Bergès-Frisbey sem Guinevere, Djimon Hounsou sem Sir Bedivere, Aidan Gillen sem Goosefat Bill, Annabelle Wallis sem Maid Maggie og Katie McGrath sem Elsa.

Myndin er væntanleg í bíó 24. mars á næsta ári.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan:

king arthur