Lögreglukona hugsi yfir hvarfi

Leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir horfir hugsi fram veginn, og látnar litlar stúlkur liggja í snjónum, á fyrsta plakati íslensku spennumyndarinnar Grimmd eftir Anton Sigurðsson ( Grafir og Bein ), en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 21. október.

margrét

Vísir.is segir frá því að framleiðendur myndarinnar og leikstjóri hafi unnið náið með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem veitti ráðgjöf við gerð myndarinnar.

Grimmd segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið.

Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Jóhannes Schram (Sveinn Ólafur Gunnarsson) eru kölluð til. Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsóknin flækist enn frekar.

Sjáðu nýja plakatið hér fyrir neðan:

grimmd