Hvað myndir þú gera ef það væri ein nótt á ári þar sem þú mættir fremja hvaða glæp sem er, án nokkurra afleiðinga? Þessi spurning kveiknaði eflaust upp í kollinum á leikstjóranum James DeMonaco, sem er einnig handritshöfundur kvikmyndarinnar The Purge.
The Purge fjallar um fjölskyldu sem býr í úthverfi Los Angeles, yfir tólf klukkutíma tímaskeið þar sem allir glæpir eru löglegir. Þessi fjölskylda verður fyrir miklu aðkasti frá fólki sem reynir að brjótast inn til þeirra og gera þeim mein.
Yfirvöld Bandaríkjanna leyfa þetta til þess að fólk fái útrás fyrir glæpahneigð sinni yfir eina nótt á ári vegna vegna hárrar glæpatíðni sem virðist vera að gera út um landið.
The Purge verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 7. júni næstkomandi. Með aðalhlutverk fara Ethan Hawke, Lena Headey, Adelaide Kane, Max Burkholder og Edwin Hodge.