Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir íslensku gamanmyndina Northern Comfort. Einnig er kominn splunkunýr söguþráður og uppfærður frumsýningardagur!
Söguþráðurinn er eftirfarandi: Fyrrverandi sérsveitarhermaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjendur og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. Ráðvillt á Íslandi neyðist hópurinn til að vinna saman að því að sigrast á óttanum, breiða út faðminn… og fljúga!
Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. ...
Björn Viktorsson og Huldar Freyr Arnarson fengu Edduverðlaunin fyrir hljóð. Tilnefnd til tveggja Edduverðlauna.
Leikstjóri er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem nýverið gerði sjónvarpsþættina Aftureldingu meðal annars.
Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi 15. september en sýningarréttur á myndinni hefur þar að auki verið seldur til allra Norðurlandanna, Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Ástralíu, Ítalíu, Spánar, Portúgals og Póllands, auk fleiri landa.
Upp úr áramótum verður myndin sýnd á Netflix í Bretlandi, að því er Hafsteinn segir í samtali við mbl.is
Meðal leikenda er hinn þekkti breski leikari Timothy Spall sem kannski er þekktastur hér á landi fyrir að leika Peter Pettigrew í Harry Potter kvikmyndunum.