Lauter látinn – lék í Leaving Las Vegas

ed lauterKvikmyndaleikarinn Ed Lauter, sem lýst er í andlátsfregn Variety kvikmyndaritsins sem hæglátum en hrjúfum leikara, sem lék í ógrynni bíómynda og í fjölda sjónvarpsþátta, er látinn.

Á meðal mynda sem Lauter lék í var Leaving Las Vegas, The Artist og Trouble With the Curve.

Hann lést á heimili sínu í vestur Hollywood. Hann var 74 ára þegar hann lést. Banamein hans var lungnasjúkdómur.

Hinn tileygði leikari, sem lék þónokkuð af íþróttaþjálfurum, hermönnum og lögreglumönnum í gegnum tíðina, lék  nýverið einkaþjón Bereneice Bejo í The Artist og félaga Clint Eastwood í hafnaboltamyndinni Trouble With the Curve.

Síðasta mynd Lauter verður frumsýnd á næsta ári, The Town That Dreaded Sundown.

Á meðal helstu sjónvarpsþátta sem Lauter lék í voru spítaladramað ER, eða Bráðavaktin, í hlutverki slökkviliðsmannsins Dannaker.

Lauter lætur eftir sig eiginkonuna Mia og fjögur börn.

 

Stikk: