Það eru fá fyrirtæki sem helga vinnu sína við klassískar kvikmyndir líkt og Criterion Collection. Síðan snemma á 9. áratugnum hefur Criterion endurútgefið hundruði klassískra kvikmynda sem þeir hafa lagfært.
Fyrir hverja kvikmynd sem Criterion tekur að sér að endurvinna þá er útkoman í hvert sinn ótrúlega góð. Fyrirtækið er með sérfræðinga á sínum snærum sem laga myndefni og hljóð. Myndirnar eru litagreindar, hljóð er lagað og rispur eru fjarlægðar svo fátt annað sé nefnt. Criterion byggist samt sem áður á virðingu gagnvart kvikmyndinni og er ekki hluti af ferlinu að breyta kvikmyndinni eða bæta inn í hana.
Fyrsta skrefið hjá Criterion felst oft í því finna upprunalegu filmuna að kvikmyndunum. Síðan eru þær skannaðar inn, ramma eftir ramma í hágæða upplausn. Þegar filmurnar eru komnar á stafrænt form þá fara þær í gegnum hringrás Criterion og á endanum eru kvikmyndirnar á við myndgæði og hljóðgæði nútímans.
Í myndbandinu hér fyrir neðan er kíkt í heimsókn til helstu sérfræðinga Criterion. Þar fáum við að sjá hvernig ferlið er frá byrjun til enda. Við gerð myndbandsins var verið að lagfæra myndefni við kvikmyndina Foreign Correspondent eftir Afred Hitchock. Forvitnilegt myndband sem hver kvikmyndaunnandi ætti að hafa gaman að.