Kvikmyndir.is býður 100 manns í bíó!

Eins ótrúlega skemmtileg og fyrirsögn þessarar fréttar er fyrir alla lesendur þá á ég eftir að fækka duglega í fjöldanum þegar það sér hvaða mynd ég ætla að bjóða á. Græna ljósið er einmitt að halda sérstaka „Spurt og svarað“ sýningu núna á fimmtudaginn næsta á hinni vægast sagt umdeildu The Human Centipede II: Full Sequence. Á þeirri sýningu verður sjálfur leikstjóri myndarinnar, Tom Six, sem er auðvitað sami brjálæðingurinn og gerði fyrstu myndina.

Sýningin verður í Háskólabíói kl. 20:00 og Six verður þarna til að kynna myndina og svara spurningum áhorfenda. Engin spurning mun þykja óviðeigandi og er ég persónulega viss um að margir séu forvitnir að vita hvað hann hefur að segja um eitt eða annað.

Ég ætla núna að bjóða 100 manns á þessa sýningu, en af augljósum ástæðum mega notendur ekki vera undir 18 ára (sýnd verður ÓKLIPPTA útgáfan, sem gerði allt vitlaust í Bretlandi). Þú átt séns á því að vinna þér inn tvo boðsmiða ef þú sendir mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segir í bréfi hvers vegna þú kíkir inn á vefsíðuna. Hvað skoðaru? Bíósíðurnar? Gagnrýnina? Fréttir? Tröllin? Ég vil fá að vita það og hreinskilni minnkar ekki neinar líkur.

Þið hafið út miðvikudaginn til þess að senda mér póst. Gangi ykkur vel og sjáumst í subbuskapnum!

PS.
Þú veist að þig langar pínulítið til að horfa á þetta! Og ekki síður þegar skapandinn verður á svæðinu.