Alþjóðlega samband kvikmyndahúsaeigenda í Bandaríkjunum vill að kvikmyndaver stytti sýnishorn (e. trailer) úr kvikmyndum niður í tvær mínútur.
Kvikmyndahúsin vilja stytta tíma sýnishorna til þess að sporna við því að viðstaddir sjái of mikið úr væntanlegum kvikmyndum, og má taka til dæmi gamanmyndir sem sýna oft á tíðum alla bestu brandarana í sýnishornunum, spennumyndir sem sýna mestu spennuatriðin og dramatískar myndir sem sýna oft á tíðum dramatískustu punktana. Alþjóðlega sambandið vill einnig meina að þegar sýnishorn eru komin upp í 3-4 mínútur að þá er dagskrá sýnshorna komin upp í 20 mínútur áður kvikmyndin sjálf byrjar.
Kvikmyndaverin í Bandaríkjunum eru óánægð með þessar aðgerðir og vilja hafa tíman mun lengri, þau vilja meina að 2 mínútur sé of stuttur tími til að koma öllum skilaboðum tilteknar myndar til skila og að fólk geti ekki ákveðið hvort það vilji sjá myndina á svona skömmum tíma. Kvikmyndahúsin harðneita því og segja að margar kvartanir frá fólki hafi komið vegna of langra sýnishorna.
Það má taka það fram að þetta er einungis tillaga hjá sambandi kvikmyndahúsaeigenda og að niðurstaða á eftir að komast í þetta mál fljótlega.