Leikstjórinn George Tillman Jr. hefur skrifað undir samning um að undirbúa og leikstýra kvikmynd um hinn áhrifamikla djassleikara Miles Davis. Þetta er önnur ævisögumynd leikstjórans um tónlistarmann, sú fyrri fjallaði um rapparann Notorious B.I.G.(einnig þekktur sem Biggie). Myndin er byggð á bók sonar Miles Davis, Dark Magus: The Jekyll and Hyde of Miles Davis, og mun myndin fjalla um hvernig Miles hlaut frægð og frama og að sjálfsögðu er eiturlyfjaneysla hans milvægur hluti af myndinni. Hugsanlega fær Don Cheadle loks tækifærið til að leika Miles Davis á hvíta tjaldinu enda lengi haft það í huga- hann ætlaði jafnvel einu sinni að framleiða og leikstýra verkinu sjálfur.
Nick Davis Raynes, framleiðandi myndarinnar ásamt Ged Dickinson, sagði í viðtali að áform þeirra væru að myndin skyldi höfða til víðari áhorfendahóps en bara aðdáendur Miles á sama hátt og Ray og Walk the Line tókst til, með sömu virðingu gagnvart Miles og goðsögn hans. Myndin hefur hlotið titilinn Miles(ekki ólíkt nafnagift Notorious) og er framleiðslan í yfirsjá Gregory Davis, sonar Miles, þannig margir af hinum hörðustu aðdáendum ættu að vera fullvissaðir um að hér sé virðingarmikið verk í bígerð.
Er það bara ég eða hljómar þetta skuggalega mikið eins og endurgerð af Ray með öðrum tónlistarmanni í stað? Þó ég viðurkenni það sé nú hægt að segja hið sama um Walk the Line að einhverju leyti líka, en jafnvel titillinn rámar í Ray.