Kubbarnir á toppinn

LEGO-Movie-PosterÞað var nóg um að vera í kvikmyndahúsum landsins um helgina. Kubbarnir í Lego The Movie mættu í kvikmyndahús landsins og endurgerðin af Robocop var einnig frumsýnd. Christian Bale sýndi svo stórleik í kvikmyndinni Out of the Furnace og svo var hin kynferðislega Nymphomaniac eftir Lars Von Trier sýnd í Háskólabíói og Borgarbíói.

Líkt og í Bandaríkjunum þá nýtur Lego The Movie gífurlegra vinsælda hér á landi. Myndin var sú aðsóknamesta um helgina og setti þar með Lífsleikni Gillz niður í annað sætið. Lego The Movie er gerð af húmoristunum Phil Lord og Chris Miller sem gerðu m.a. 21 Jump Street og teiknimyndasmellinn Cloudy With a Chance of Meatballs.

Í þriðja sæti situr síðan Robocop. Önnur mynd Scott Cooper, Out of the Furnace er í fjórða sæti og þriðja myndin í þunglyndis þríleik Lars Von Trier situr í sjöunda sæti.

STATS