Það er komin ný stikla fyrir glæpamyndina Gangster Squad sem skartar hreint út sagt mögnuðu leikaraliði í aðalhlutverkum, eða þeim Ryan Gosling, Sean Penn, Josh Brolin, Robert Patrick, Nick Nolte og að ógleymdri Emma Stone. Ruben Fleischer leikstýrir, en hann hefur áður leikstýrt myndum eins og Zombieland og 30 Minutes or Less.
Myndin er byggð á viðamikli grein sem birt var í sjö hlutum í LA Times er fjallaði um aðgerðir lögreglunnar í Los Angeles á fimmta áratug síðustu aldar til að berjast gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi.
Mér finnst nýja stiklan ekki bæta miklu við þá fyrri en mér finnst hún styttri og hnitmiðaðri ásamt því að við fáum að sjá aðeins meira af leikaraliðinu. Ég er að fíla þetta. Gangster Squad kemur í bíó 2.nóvember.