Hvernig liti Jurassic World út ef hún hefði verið frumsýnd árið 1978? Ný stikla sem gerð er af aðdáanda myndarinnar, gefur okkur nokkuð góða mynd af því hvernig þessi mynd um skemmtigarð með risaeðlum sem menn hafa vakið til lífsins, hefði litið út hefði hún verið gerð fyrir ca. 30 árum síðan, þegar tölvu- og myndvinnslutæknin var ekki alveg sú sama og hún er í dag.
Það var YouTubenotandinn ChiefBrodyRules sem gerði stikluna og rétt eins og í alvöru myndinni þá er Jurassic World árið 1978 staður þar sem hugsað er fyrir öllu, þrátt fyrir að vera með stórhættulegar skepnur innanborðs, og ekkert getur farið úrskeiðis, eða hvað?
Í stiklunni er leikarinn Michael Caine yfirmaður öryggismála. Raquel Welch er starfsmaður sem verður ástfangin af Caine. Richard Pryor kemur við sögu sem gestur sem hjálpar Caine að flýja garðinn. Og Charlton Heston er vísindamaðurinn sem vakti eðlurnar til lífsins og er næstráðandi í garðinum.
Það tók ChiefBrodyRules 17 vikur að gera þessa stiklu og hann notaði efni úr meira en 40 bíómyndum, myndum eins og upprunalegu Jurassic Park myndinni frá árinu 1993, og einnig Jaws, Westworld og Logan’s Run.
Til að sjá allan listann yfir myndir sem hann notaði geturðu smellt hérna:
Jurassic World er sem stendur aðsóknarmesta mynd þessa árs, 2015.
Jurassic World 2 verður frumsýnd í júní 2018.
Sjáðu stikluna úr Jurassic World frá 1978 hér fyrir neðan: