Við höfum áður birt hér á síðunni grín-samtalsþætti leikarans Zach Galifianakis, Between Two Ferns, eða Á milli tveggja burkna, í lauslegri íslenskri þýðingu, sem hann birtir á vefþáttasjónvarpsstöðinni Funnyordie.com.
Galifianakis hefur nú birt glænýjan þátt í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni síðar í mánuðinum.
Meðal gesta hjá Zach eru Óskarskandidatarnir Anne Hathaway, Jennifer Lawrence og Amy Adams.
Sjáðu þáttinn hér fyrir neðan:
Í Á milli tveggja burkna leikur Galifianakis hálf klikkaðan þáttastjórnanda sem fær leikara í heimsókn.
Galifianakis hefur átt einkar lagið með að láta gestum sínum líða mjög óþægilega í viðtölunum.
Meðal umræðuefna í þættinum eru vangaveltur um fegurð Lawrence, umræður um frama leikaranna og gælunafn Adams í æsku svo eitthvað sé nefnt.
Gestir í Á milli tveggja burkna í gegnum tíðina hafa verið meðal annarra Steve Carell, Charlize Theron og Bruce Willis.