Það þekkja eflaust allir hinn geðþekka leikara, Jeff Bridges, sem hefur gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við The Big Lebowski, Crazy Heart, True Grit og Iron Man.
Það sem fæstir vita er að Bridges hefur verið að vinna að öðru til hliðsjónar leiklistinni, og kom nýlega í ljós að Bridges er ansi klár ljósmyndari. Bridges hefur nefnilega verið að taka ljósmyndir af lífinu við gerð kvikmynda sem hann hefur leikið í allt frá árinu 1984.
Ljósmyndirnar voru orðnar þúsundir talsins og hefur Bridges safnað saman þeim allra bestu í ljósmyndabók sem hann hefur gefið hið einfalda nafn, Pictures. Ljósmyndabókin þykir það góð að hún var tilnefnd á dögunum til virtra ljósmyndaverðlauna og þykir hún sýna kvikmyndagerð frá allt öðrum sjónarhóli heldur en áður hefur sést.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir úr bókinni Pictures eftir Jeff Bridges.