Járnmaðurinn floginn yfir 300 m USD

Iron Man ll, sem frumsýnd var í maí sl., er nú flogin yfir 300 milljón dollara markið í Bandaríkjunum og nálgast þar með fyrri myndina sem þénaði 318 milljónir Bandaríkjadala í bíóhúsum í Bandaríkjunum. Samkvæmt vefnum Superherohype þá hafa aðeins 34 bíómyndir í sögunni farið yfir 300 milljón dollara í bíóaðsókn í Bandaríkjunum.

Eins og fyrr sagði vantar hana enn 18 milljónir til að ná mynd númer eitt og 33 milljónir til að ná Lísu í Undralandi, og verða þar með aðsóknarmesta mynd ársins hingað til. Það verður þó að teljast ólíklegt héðan í frá.

Utan Bandaríkjanna þá hefur Iron Man ll þénað 295 milljónir Bandaríkjadala sem samtals gerir 595,3 milljónir dala um heim allan. Fyrri myndin halaði inn 585,2 milljónir Bandaríkjadala um heim allan, og númer 2 er því orðin númer eitt í því tilliti.

Stikk: