Ráðning leikara í X-Men: First Class er nú að komast á lokastig og síðasta leikkonan til að bætast í hópinn er sjálf January Jones úr sjónvarpsþáttunum Mad Men. Jones mun leika hina stórglæsilegu Emmu Frost, stökkbreytta mannveru með hæfileika til hugsanaflutnings og fjarhrifa.
Leikstjóri myndarinnar er Matthew Vaughn og leikarar sem þegar er búið að ráða í hlutverk auk Jones eru eftirfarandi:
Zoe Kravitz – Angel
Jason Flemyng leikur Azazel
Bill Milner – Ungur Magneto
Michael Fassbender – Magneto
Morgan Lily – Ung Mystique
James McAvoy – Xavier
Nicholas Hoult – Beast
Jennifer Lawrence – Mystique
Caleb Landry Jones – Banshee
Lucas Till – Havoc
Edi Gathegi – Darwin
Kevin Bacon leikur síðan „vonda kallinn“ sem enn er ekki alveg á hreinu hver er, hugsnalega „Hellfire Club Black King Sebastian Shaw“
Rose Byrne – Moira MacTaggert
Oliver Platt – The Man in Black.
Myndin verður frumsýnd 3. júní 2011.
Myndin er forsaga að hinum myndunum og fjallar um þá Professor X og Magneto þegar þeir voru ungir menn að uppgötva hæfileika sína í fyrsta skiptið. Þó þeir hafi síðar átt eftir að verða erkióvinir, þá voru þeir bestu vinir sem ungir menn.