Ný kvikmynd í leikstjórn James Franco verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Venice sem fer fram í enda mánaðarins. Myndin ber heitið The Sound and the Fury og skartar m.a. stjörnum á borð við Seth Rogen, Danny McBride og Franco sjálfum.
Myndin er byggð á samnefndri bók eftir William Faulkner og er oft talin meðal merkustu skáldverka síðustu aldar. Myndin gerist snemma á tuttugustu öldinni og fjallar um áður mikilsverða fjölskyldu sem hefur tapað virðingarstall sínum.
Rogen og Franco virðast vera límdir saman þessa dagana en þeir hafa áður leikið saman í myndunum Pineapple Express og This is the End. Framundan er grínmyndin The Interview sem fjallar um tvo blaðamenn sem fá viðtal við Norður-Kóreska einræðisherrann Kim Jong-Un.
Hér að neðan má sjá nýjar myndir úr The Sound and the Fury.