James fer í blandaðar bardagalistir

King of Queens leikarinn Kevin James, sem einnig hefur leikið í myndum með Adam Sandler m.a., mun leika aðalhlutverkið í nýrri bardagalista gamanmynd sem er í undirbúningi í Hollywood, samkvæmt Deadline vefsíðunni. Myndin fjallar um eðlisfræðikennara, sem James leikur. Skólinn sem hann kennir í, þarf að skera niður kostnað sem mun hafa áhrif á ýmsa þætti skólastarfsins. Kennarinn þarf því að taka til sinna ráða til að bjarga starfi besta vinar síns og tónlistarverkefni sem nemendur hans vilja ekki missa. Hann grípur til þess ráðs að keppa á kvöldin í blönduðum bardagalistum, sem leiðir hann alla leið í úrslit í UFC keppninni, Ultimate Fighting Championship.

Handrit að myndinni skrifar Allan Loeb og framleiðendur verða James og Todd Garner.

Tökur hefjast á næsta ári.

Stikk: