Jack Reacher er toppmaður

Kvikmyndin Jack Reacher með Tom Cruise í aðalhlutverkinu er vinsælasta myndin á DVD/Blu-ray á Íslandi í dag. Myndin er ný á lista og fer beint á topp vinsældarlistans.

Jack reacher

Myndin segir frá því þegar leyniskytta kemur sér fyrir í bæjarturni einum og hefur skothríð með þeim afleiðingum að fimm manns liggja í valnum. Fljótlega er lögreglan búin að handtaka James Barr sem heldur fram sakleysi sínu og biður um að kallað verði á Jack Reacher til að rannsaka málið og hreinsa sig af sök. Þegar Jack mætir á svæðið er hann fljótur að komast að því að hér hangir svo sannarlega ýmislegt gruggugt á spýtunni …

Toppmynd síðustu viku, Django Unchained eftir Quentin Tarantino, fer niður í annað sætið og í þriðja sæti er hamfaramyndin The Impossible, en hún hefur verið í átta vikur á lista og notið mikilla vinsælda.

Í fjórða sæti er Zero Dark Thirty, myndin sem fjallar um leitina og drápið á hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden  og í fimmta sætinu er Life of Pi eftir Ang Lee.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum. Beautiful Creatures kemur beint inn í 10. sætið og Lincoln, er ný í 12. sæti.

Sjáðu lista yfir 20 vinsælustu vídeómyndir á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

listinn