Fréttir voru að berast að Paramount hefði fest kaup á nýju verkefni frá J. J. Abrams og handritshöfundinum Billy Ray. Verkefninu er lýst sem „dularfullu ævintýri“ og fyrir utan það vitum við ekkert um það. Það er ekki beint óvænt, þetta er nú einu sinni J.J. Abrams.
Við þekkjum öll fyrri verk J.J. Abrams, hann hóf ferill sinn í sjónvarpi með áttum eins og Alias og Lost. Hann hefur síðan leikstýrt kvikmyndunum eins og M:I:III, Star Trek og Super 8, ásamt því að framleiða Cloverfield. Þau verkefni hans sem eru frumsamin, ekki byggð á áður útgefnu efni, hafa einmitt verið hulin samskomar leynd og nú. Billy Ray hefur skrifað myndir á borð við State of Play og Flightplan, báðar fínustu spennumyndir, og leikstýrt myndinni Breach. Þá er hann með nokkur handrit í vinnslu, 24 bíómynd, og „re-imagining“ af Pétri Pan með Channing Tatum í aðalhlutverki (versta hlutverkaval áratugarins?).
Ef að J.J. Abrams planar að leikstýra, verður það ekki fyrr en eftir Star Trek 2, sem hann skuldbatt sig í nú á dögunum. Við látum vita þegar meira heyrist af myndinni.