Íslensk hlaðvörp um kvikmyndir og þætti

Hlaðvarpsmenning á Íslandi er með líflegasta móti og því er ekki verra að hafa allt úrvalið á einum stað. Vefstjórn Kvikmyndir.is kynnir hér með nýjan lið undir yfirskriftinni ‘Kvikmyndahlaðvörp’.

Ef þú ert í leit að yfirliti yfir íslensk hlaðvörp (virk sem óvirk) um kvikmyndir og/eða sjónvarpsþætti, þá er þetta kjörinn staður til að heimsækja reglulega.

Meðfylgjandi eru hlekkir á Spotify og Apple Podcast síðu þátta auk lýsinga.

Hér er brot af úrvalinu

Tveir á toppnum
Blaðamennirnir Oddur Ævar og Tóti eru Tveir á toppnum og halda áfram að ræða kvikmyndir, sjónvarp og allt þar á milli í óbeinu framhaldi Bíóvarpsins sem dó með Fréttablaðinu. „Tveir á toppnum er óvenju góð flétta […] þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst.“ – Morgunblaðið 1987


Bíó Tvíó
Vikulegt hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir. Andrea Björk og Steindór Grétar hafa lagt upp með að horfa á hverja einustu íslensku kvikmynd og ræða um þær af takmarkaðri þekkingu en töluverði ástríðu. Hlaðvarpið var síðast á dagskrá RÚV núll og þar áður á Alvarpinu.


Camera rúllar
Hlaðvarp um allt milli himins og jarðar tengt kvikmyndagerð og listum! Við fræðumst um kvikmyndabransann og fólkið í honum, leikhúsin og allskonar tengt listum!


Klapptréð
Hér er rætt um strauma og stefnur í hinum síbreytilega heimi kvikmynda og sjónvarps. Klapptréð er hluti af Klapptre.is.


Leikstjóraspjall
Hlaðvarpið Leikstjóraspjall er vettvangur fyrir íslenska kvikmyndaleikstjóra til að ræða sín á milli um fagið.


Vaktinn
Djúpgreining á þáttaseríunni Dagvaktin sem tröllreið öllu árið 2008.
Fylgið okkur á Instagram og X – VAKTINN
vaktinpod@gmail.com

Heildarlista hlaðvarpsþátta er að finna hér.