Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er farið yfir nýjustu ofurhetjumyndina sem er búið að henda í ruslið af DC; Shazam: Fury of the Gods.
Hér er haldið áfram með sögu unglingsdrengsins Billy Batson en með því að segja töfraorðið SHAZAM breytist hann í fullorðnu ofurhetjuna, Shazam. Í myndinni þurfa Batson og fóstursystkin hans, sem öll geta breyst í ofurhetjur, m.a. að berjast við Dætur Atlasar. Þær hafa yfir ...
Þá eru nýafstaðin Óskarsverðlaun 2023 rædd í þaula en Árni Gestur klæddi sig sérstaklega upp fyrir þau!
Svo er komið að gjörsamlega frábærum gesti – Ingvar E. Sigurðsson kemur og ræðir nýjustu mynd sína Volaða Land eftir Hlyn Pálmason. Talað er um „himin“ eins og Engla Alheimsins og „haf“ eins og K-19: The Widowmaker; þar sem Ingvar gubbaði blóði á Harrison Ford.