Nú fer Reykjavík Shorts&Docs senn að ljúka og við tekur ný kvikmyndahátíð í Bíó Paradís. Indverska kvikmyndahátíðin verður haldin í annað sinn í dagana 8. apríl – 13. apríl og að þessu sinni verða kynntar til leiks 6 nýjar og nýlegar kvikmyndir.
Opnunarmynd hátíðarinnar verður English Vinglish eða Enskunámið. Ágóði hátíðarinnar rennur til starfsemi Vina Indlands sem vinna þarft og fjölbreytt starf í þágu þeirra sem mest þurfa á því að halda.
Fyrir tveimur árum, árið 2012 var Indverska kvikmyndahátíðin haldin í Bíó Paradís í fyrsta skipti og vakti mikla athygli. Hún var líkt og nú samvinnuverkefni Vina Indlands, Bíó Paradísar og Sendiráðs Indlands á Íslandi. Auk þess veitti sendiráð Íslands í Nýju Dehli mikilvæga aðstoð við undirbúning hátíðarinnar.