Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, hefur verið valin í dómnefnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Berlín –Berlinale. Hátíðin verður haldin 6. – 16. febrúar 2014 næstkomandi og er einn af stærstu kvikmyndaviðburðum í Evrópu og í heiminum öllum, samkvæmt tilkynningu frá Bíó Paradís.
Europa Cinemas hefur frá árinu 2003, veitt ákveðnum kvikmyndum viðurkenningu til þess að efla kynningu, dreifingu og aðsókn á evrópskum verðlaunamyndum í kvikmyndahúsum um alla Evrópu. Viðurkennningin er veitt á vegum sérlegrar dómnefndar sem skipuð er af meðlimum samtakanna til einnar evrópskrar kvikmyndar á fimm stærstu kvikmyndahátíðum í Evrópu: á Panorama á Berlinale, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Berlín, á Director´s Fortnight á Kvikmyndahátíðinní Cannes, East of the West og aðalkeppnisflokknum (Official Competition) á Karlovy Vary Alþjóðlegri kvikmyndahátíð, og Giornate Degli Autori á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
„Þetta er frábær viðurkenning, því það er eftir því tekið hversu mikilvægt og metnaðarfullt starf fer fram hér í Bíó Paradís,“ segir Hrönn í tilkynningunni.
Hægt er að lesa nánar um Europa Cinemas viðurkenninguna, eða Europa Cinemas Label hér:
Nánar er hægt að lesa um Kvikmyndahátíðina í Berlín hér: