Markaðsdeild Carrie bíómyndarinnar er að gera góða hluti þessa dagana, en í þessu nýja myndbandi hefur heilt kaffihús verið útbúið sérstaklega til að skjóta fólki skelk í bringu, með hjálp leikara og tæknibrellumeistara.
Í stuttu máli þá sýnir myndbandið, sem er jafn langt og hefðbundin stikla að lengd, eða 2,23 mínútur, reiðan kaffihúsagest beita yfirskilvitlegum brögðum til að færa hluti úr stað og láta fólk fljúga.
Kíktu á myndbandið og fylgstu með viðbrögðum gestanna:
Carrie White er útundan í skóla og hún er lögð í einelti af vinsælu stelpunum, og langar ekkert meira en að vera hluti af hópnum. Ekki finnur hún neinn stuðning hjá móður sinni Margaret. Hún er bókstafstrúarmanneskja og trúir því að flest það sem dóttir hennar vill fá út úr lífinu leiði hana beint til eilífrar fordæmingar. Og hún læsir Carri iðulega inn í skáp í refsiskyni. En Carrie hefur yfirnáttúrulega hæfileika, hún getur hreyft hluti til með hugarorku. Þegar stríðni skólafélaganna og ráðríki móður hennar verður of mikið .. þá fara hlutir að gerast. Vondir hlutir. Mjög slæmir.
Carrie verður frumsýnd 1. nóvember nk. hér á Íslandi.