Hinn dáði indverski Bollywood leikstjóri Yash Chopra er látinn. Hann lést í Mumbai fyrr í dag, sunnudag, af beinbrunasótt. Hann var 80 ára gamall.
Ekki er langt síðan Chopra tilkynnti að hann væri sestur í helgan stein. Síðasta mynd hans „Jab Tak Hai Jaan“ með Bollywood súperstjörnunni Shah Rukh Khan, verður frumsýnd þann 13. nóvember nk.
Chobra var fæddur í Lahore árið 1932. Hann gerði 22 kvikmyndir í fullri lengd og margar þeirra eru taldar sígildar í indverskri kvikmyndagerð, eins og svo sem: Ittefaq, Waqt, Deewar og Kabhie Kabhie.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni.