Melissa McCarthy og Sandra Bullock velgdu skrímslunum í Monsters University undir uggum nú um helgina í Bandaríkjunum, en gamanmyndin The Heat, eða Hitinn í lauslegri íslenskri þýðingu, með þeim stöllum í aðalhlutverkunum, var önnur vinsælasta myndin í landinu. Spennutryllirinn White House Down, sem var frumsýnd nú um helgina eins og The Heat, olli vonbrigðum og náði einungis fjórða sæti aðsóknarlistans bandaríska, sem var minna en aðstandendur höfðu vonast eftir.
Hér fyrir neðan er listi yfir vinsælustu myndir helgarinnar í Bandaríkjunum samkvæmt bráðabirgðatölum.
1. Monsters University 3D þénaði 44,5 milljónir dala á annarri viku á lista og er komin upp í 169 milljónir dala alls.
2. The Heat, þénaði 40 milljónir dala.
3. World War Z 3D þénaði 29,2 millljónir dala og er komin upp í 123 milljónir dala alls.
4. White House Down þénaði 26 milljónir dala á sinni fyrstu viku á lista.
5. Man Of Steel 3D þénaði 20,5 milljónir dala og er komin upp í 248,3 milljónir dala alls.
6. This Is The End þénaði 8,3 milljónir dala og er komin upp í 74,3 milljónir dala alls
7. Now You See Me þénaði 5,5 milljónir dala og er komin upp í 104,7 milljónir dala alls.
8. Fast & Furious 6 þénaði 2,3 milljónir dala og er komin upp í 233,2 milljónir dala alls.
9. Star Trek Into Darkness þénaði 1,9 milljónir dala og er komin upp í 220,3 milljónir dala alls.
10. The Internship þénaði 1,3 milljónir dala og er komin upp í 41,6 milljónir dala alls.