Eftir röð af aukahlutverkum í kvikmyndum, þar á meðal í myndum leikstjórans Steven Soderbergh, og í myndinni Anna Karenina á síðasta ári, þá er kominn tími á aðalhlutverk hjá breska leikaranum Jude Law. Um er að ræða hlutverk Dom Hemingway í samnefndri mynd, um ruddalegan, grófan og kjánalegan mann, sem er nýsloppinn úr fangelsi.
Myndin er eftir handritshöfundinn og leikstjórann Richard Shepard (The Matador og The Hunting Party).
Sjáðu fyrstu stikluna sem var að koma út:
Myndin fjallar eins og áður sagði um Dom Hemingway, sem er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa dúsað þar í 12 ár. Hann er nú aftur kominn á kreik og vill rukka inn greiða frá því áður en hann var í fangelsi. Hann þarf einnig að koma skikki á tengsl sín við glæpaheiminn og fjölskylduna sem hann skildi eftir.
Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk nú nýverið. Aðrir leikarar eru m.a. Richard E. Grant, Emilia Clarke og Demian Bichir.
Myndin kemur í bíó í Bretlandi í nóvember og verður frumsýnd í Bandaríkjunum í apríl nk.