Fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir leiknu Disney kvikmyndina Mulan er komin út, en þar sveiflar aðahetjan Mulan, sverði, boga og örvum til að vernda heiður fjölskyldunnar. Eins og flestir ættu að muna sem sáu hina rómuðu Mulan teiknimynd, sem frumsýnd var árið 1998, þá eiga foreldrar Mulan tvær dætur, en hver fjölskylda þarf að skaffa einn mann í herinn, þegar ófriður steðjar að. Pabbi Mulan ætlar því að fara í stríðið en hann er orðinn gamall og heilsuveill. Mulan hleypur því í skarðið, án vitundar og vilja föður síns, og verður einn mesti stríðsmaður sem Kína hefur alið.
Með hlutverk Mulan fer Yifei Liu, en einnig eru í leikhópnum þau Donnie Yen, sem Tung hershöfðingi, Jason Scott Lee sem Böri Khan, Yoson An sem Cheng Hongui, Gong Li sem Xianniang og Jet Li sem keisarinn.
Leikstjóri er Niki Caro.
Mulan kemur í bíó hér á Íslandi og um allan heim 27. mars nk.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: