Harry Potter leikari látinn

425.ab.legano.062911Harry Potter þorparinn og breski leikarinn Dave Legano er látinn, en hann lést við fjallgöngu í Dauðadalnum í Kaliforníu.

Lögreglan segir að tveir aðrir fjallgöngumenn hafi fundið Legeno, sem var 50 ára gamall, og svo virðist sem hann hafi látist af „hita-tengdum“ orsökum. Meðal hitastig í júlí í Dauðadalnum er 48 gráður á celsius.

Lögreglan segir að engin merki séu um að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Leikarinn lék varúlfinn Fenrir Greyback í þremur Harry Potter myndum og lék einnig í myndum eins og Snatch og Batman Begins. Næsta mynd hans átti að vera Sword of Vengeance.

Legano var einnig atvinnu hnefaleikamaður, glímukappi og meistari í sjálfsvarnaríþróttum.

 

Harry Potter leikari látinn

Richard Griffiths, einn af vinsælustu og dáðustu kvikmyndaleikurum Breta er látinn 65 ára að aldri, eftir vandamál í kjölfar hjartaaðgerðar.

Griffiths átti að baki langan feril sem leikari bæði í leikhúsi og í kvikmyndum, en var líklega best þekktur fyrir túlkun sína á Vernon Dursley í Harry Potter myndunum. Einnig var hann vel þekktur fyrir leik sinn í hlutverki Monty frænda í Withnail and I.

Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í Harry Potter myndunum, minnist Griffiths fyrir „hvatningu, leiðsögn og gamansemi“ sem hafi gert samstarf með honum „að gleði“, að því er fram kemur í grein í breska blaðinu The Independent.

Sir Nicholas Hytner, framkvæmdastjóri breska þjóðleikhússins segir að óvænt fráfall Griffiths sé áfall fyrir stóran vinahóp leikarans.

„Richard Griffiths var ekki einungis einn ástsælasti og auðþekktasti breski leikarinn – hann var einnig einn sá mesti.“

 

Stikk: