The Hollywood Reporter greinir nú frá því að Hangover-stjarnan Ed Helms, ásamt leikstjóranum Rob Pearlstein, muni næst vinna að grínmyndinni True North, en Helms og Pearlstein skrifuðu handritið sjálfir.
Myndin fjallar um valdamikinn mann sem eyðir öllum sínum tíma í vinnunni og sýnir fjölskyldu sinni litla sem enga athygli. Einn daginn lendir hann í hryllilegu flugslysi og fellur þar af leiðandi í dá. Tveimur árum síðar vaknar maðurinn og uppgötvar að fjölskylda hans hafi flutt, en ekki nóg með það heldur hefur andliti hans verið gjörbreytt með lýtaaðgerðum. Hefst þá leit mannsins að fjölskyldu sinni en óhætt er að segja að hann lendi í ýmsum hremmingum á leiðinni.
Helms og félagara hans úr The Hangover: Part II hafa það heldur betur gott þessa daganna en myndin hefur nú þegar aflað rúmlega 460 milljón dollara um allan heim.