Craig Zadan og Neil Meron munu ekki framleiða Óskarsverðlaunahátíðina á næsta ári, að því er Variety hefur eftir talsmönnum þeirra.
Félagarnir hafa verið framleiðendur hátíðarinnar síðastliðin þrjú ár.
Eins og segir í Variety er tímafrekt að sjá um hátíðina og þeir Zadan og Meron hafa yfrið nóg annað á sinni könnu. Samingur þeirra við Óskarsakademínuna hljóðaði upp á þrjú ár. Akademían vildi framlengja samninginn, en þeir vildu það ekki, að því er Deadline sagði fyrst frá.
Stjórn akademíunnar hittist á þriðjudagskvöldið síðasta, í fyrsta sinn síðan Óskarsverðlaunin voru afhent þann 22. febrúar sl., en brotthvarf Zadan og Meron var ekki rætt á þeim fundi.
85. Óskarsverðlaunahátíðin, sem var fyrsta hátíð þeirra Zadan og Meron, var umdeild, en Seth MacFarlane var þá kynnir. Hátiðin í fyrra féll betur í kramið, en þá var grínistinn Ellend DeGeneres kynnir.
Hátíð þessa árs, sem Neil Patrick Harris kynnti, var með 16% minna áhorf en hátíðin 2014