Grammer í stað Cage í Expendables 3

Nú lítur út fyrir að gamli Cheers og Frasier leikarinn Kelsey Grammer, sem hefur mestan sinn feril leikið í sjónvarpsþáttum, muni verða áberandi í helstu Hollywood stórmyndum næsta árs.

grammer

 

Auk ofangreindra þátta þá er Grammer þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Boss, sem eru í sýningum þessi misserin, og leik sinn í hlutverki Beast í X-Men: The Last Stand.

Á næsta ári mun leikarinn leika aðal mannlega – óþokkann í næstu Transformers mynd, Transformers: Age of Extinction, sem leikstýrt er af Michael Bay. 

Nú síðast voru að berast þær fregnir að Grammer væri um það bil að fara að taka að sér hlutverkið sem Nicolas Cage var fyrst orðaður við í The Expendables 3 en FilmoFilia segir að Grammer geti þakkað það samstarfi sínu með Sylvester Stallone í Reach Me sem kemur í bíó á næsta ári.

Ef af þessu verður, sem ekki er vitað hvort að er 100% frágengið, þá mun Grammer leika hlutverk Bonaparte, fyrrum málaliða sem kemur the Expendables liðinu til aðstoðar.

Aðrir leikarar í myndinni eru þeir Jason Statham, Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Dolph Lundgren, Randy Couture, Jet Li og Terry Crews, ásamt nýliðunum Jackie Chan, Wesley Snipes, Milla Jovovich, Kellan Lutz, Ronda Rousey, Harrison Ford og Mel Gibson.

Leikstjóri The Expendables 3 er Patrick Hughes og handrit skrifa þeir Sylvester Stallone og Richard Wenk.

Tökur eru hafnar í Sofiu í Búlgaríu og myndin verður frumsýnd þann 15. ágúst á næsta ári.

Í The Expendables 3 þá eiga þeir Barney (Stallone), Christmas (Statham) og afgangurinn af liðinu í höggi við Conrad Stonebanks (Gibson), en hann stofnaði The Expendables liðið ásamt Barney mörgum árum fyrr. Stonebanks varð síðar miskunnarlaus vopnasali og Barney var á endanum neyddur til að drepa hann … eða það hélt hann amk. Stonebanks sem nú hefur komist undan því að deyja einu sinni, ætlar nú að gereyða The Expendables liðinu – en Barney er ekki tilbúinn að láta það gerast. Barney ákveður að hann verði að láta sverfa til stáls og finna nýtt blóð til að slást við gamalt blóð. Hann ræður til sín einstaklinga sem eru yngri, fljótari og tæknisinnaðri. Þessi síðasta aðgerð The Expendables verður slagur á milli hins sígilda gegn hinu hátæknilega, í persónulegustu átökum The Expendables til þessa.

grammer 2