Getur ekki bjargað eigin barni – Fyrsta stikla úr Eiðinum!

„Það er erfitt að sætta sig við það að eyða hálfri ævinni í að bjarga mannslífum en geta svo ekkert gert þegar kemur að því að bjarga manns eigin barni,“ segir Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í fyrstu stiklu úr nýrri íslenskri bíómynd, Eiðurinn sem frumsýnd var í dag.

Myndin verður frumsýnd hér á landi 9. september nk. og um svipað leiti á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada, TIFF.  Auk þess að leika aðalhlutverk í myndinni, þá leikstýrir Baltasar myndinni og framleiðir hana.

baltasar eiðurinn

Eins og segir á mbl.is þá er þetta í átt­unda sinn sem verk eft­ir Baltas­ar er valið inn á hátíðina, sem er ein hinna stóru svo­nefndu A-hátíða.  Eiður­inn verður sýnd­ur í flokki Special Presentati­ons í Toronto og verður frum­sýnd­ur í aðal­kvik­mynda­húsi hátíðar­inn­ar og á besta sýn­ing­ar­tíma. Í þess­um flokki eru at­hygl­is­verðar mynd­ir sýnd­ar frá leiðandi kvik­mynda­gerðarmönn­um í heim­in­um.

Mynd­in seg­ir frá hjartask­urðlækn­in­um Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann átt­ar sig á að dótt­ir hans er kom­in í neyslu og kynn­ir þekkt­an dóp­sala fyr­ir fjöl­skyld­unni sem nýja kær­ast­ann koma fram brest­ir í einka­líf­inu. Finn­ur ákveður að taka í taum­ana og er staðráðinn í að koma dótt­ur­inni á rétt­an kjöl, hvað sem það kost­ar.

Hera Hilm­ars­dótt­ir leik­ur dótt­ur­ina Önnu og Gísli Örn Garðars­son er í hlut­verki kær­ast­ans.

Hand­ritið er byggt á upp­runa­legri sögu Ólafs Eg­ils Eg­ils­son­ar en er skrifað af þeim Ólafi og Baltas­ar.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og nýtt plakat þar fyrir neðan:

eidur