Gamli í tísku – Ný stikla!

Eins og segir í frétt Empire tímaritsins þá er það í tísku þessa dagana að eldra fólk fari aftur út á vinnumarkaðinn, eftir að það hefur sest í helgan stein. Sumir fara af brýnni nauðsyn, en aðrir kannski einfaldalega af því að þeim leiðist að hafa minna að gera en áður.

Handritshöfundurinn Nancy Meyers kom auga á þetta nýja „tískufyrirbæri“, og ákvað að búa til bíómyndina; The Intern, eða Lærlingurinn, í lauslegri íslenskri þýðingu.

intern

Komin er út stikla í fullri lengd fyrir myndina, sem má sjá hér fyrir neðan:

Robert De Niro leikur aðalhlutverkið í myndinni, hlutverk Ben Whittaker, 70 ára gamals ekkils, en lífið eftir að hann hætti að vinna og missti eiginkonuna er ekki eins og hann hefði óskað að það væri.

Ekkert virðist fylla upp í tómið, þannig að Ben, sem ávallt var snjall í viðskiptum, ákveður að koma aftur inn á markaðinn sem lærlingur. Hann kemur til starfa í fyrirtæki Jules Ostin, sem Anne Hathaway leikur, en fyrirtækið, sem er vefsíða um tísku, hefur vaxið hratt á tveimur árum og nú starfa þar um 200 manns.

Í fyrstu virðist sem Ben passi illa inn í þetta nútímalega tískufyrirtæki, en hann vingast þó fljótt við Jules og samskipti hans við aðra starfsmenn verða sömuleiðis áhugaverð og skemmtileg.

NTRN_1sht_MAIN_INTL_2764x4096_master

Rene Russo, Andrew Rannells, Adam DeVine, Nat Wolff, Anders Holm og Reid Scott leika einnig í myndinni sem kemur í bíó 2. október nk.