Gamanleikarinn Jerry Stiller látinn

Gamanleik­ar­inn Jerry Stiller er lát­inn 92 ára að aldri. Son­ur hans, leik­ar­inn Ben Stiller, til­kynnti and­lát föður síns snemma í morg­un. Hann sagði föður sinn hafa verið frábæran pabba, afa og eiginmann. Jerry Stiller var giftur Anne Meara í 62 ár en hún dó 2015.

„Ég til­kynni með sorg að faðir minn, Jerry Stiller, er lát­inn. Hann var frá­bær pabbi, afi og góður eig­inmaður Anne í um 62 ár. Við mun­um sakna hans. Elska þig pabbi,“ segir Ben Stiller á Twitter.

Jerry var vin­sæll á sjón­varps­skján­um en hann fór með hlut­verk Frank Const­anza í Sein­feld og Arth­ur Spooner í The King of Qu­eens. Einnig skaut hann upp kollinum í kvikmyndum eins og Heavyweights, Zoolander og báðum Hairspray-myndunum svo dæmi séu nefnd.