Leikarinn spaugilegi, Zach Galifianakis, hefur fengið hlutverk í nýrri gamanmynd sem skartar einnig Mad Men-stjörnunni Jon Hamm.
Gamanmyndin ber heitið Keeping Up With The Joneses. Greg Mottola mun leikstýra, en hann hefur leikstýrt gamanmyndum á borð við Superbad og Paul. Framleiðslan verður í höndum Walter Parkes og Laurie MacDonald.
Keeping Up With The Joneses hefur verið í vinnslu í nokkur ár, en Hamm og Galifianakis eru nýkomnir inn í leikhópinn. Myndin fjallar í stuttu máli um hjón sem búa í fullkomnu hverfi, en uppgvöta síðan að nýju nágrannarnir eru njósnarar.
Galifiankis sást síðast í myndunum The Campaign og The Hangover Part III. Hann birtist þó einnig í myndinni Muppets Most Wanted.
Það eru aðeins nokkrir dagar frá því að Galifianakis settist niður með Bandaríkjaforsetanum Barack Obama í viðtalsþættinum Between Two Ferns og hefur verið horft á það myndband 15 milljón sinnum á netinu.
Hér að neðan má þó sjá tilvonandi leikaraparið saman í viðtalsþættinum fyrrnefnda.