Gagnrýnir kynjahallann í Hollywood

Meryl Streep segir að brátt verði  hulunni svipt af þeim skorti sem er á ungum konum í kvikmyndagerð í Hollywood. Hún vonast til að í framhaldinu muni þeir sem ráða öllu þar í borg taka mark á upplýsingunum. meryl-streep

„Ungar konur í kvikmyndagerð eru til. Þær útskrifast, þær eru góðar en þær eru ekki ráðnar. Hvers vegna ekki?,“ sagði hin 66 ára leikkona þegar hún svaraði spurningum áhorfenda á kvikmyndahátíðinni Telluride Film Festival.

Maureed Dowd er að skrifa grein þar sem hún sviptir hulunni af þessu í The New York Times Magazine sem kemur út bráðum.“

Streep er ein þeirra sem hefur gagnrýnt kynjahallann í Hollywood og skortinn á kvenkyns handritshöfundum og leikstjórum þegar kemur að dýrustu myndunum. Á síðasta ári skrifaði Dowd grein í New York Times um karlaveldið í kvikmyndaiðnaðinum.

Nýjasta mynd Streep nefnist Suffragette og fjallar um breska kvenréttindahreyfingu sem barðist fyrir því að konur fengju kosningarétt.

Stikk: