Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Behind Enemy Lines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fær hálfa stjörnu fyrir að hafa krækt í Gene Hackman. Myndir eins og þessa ætti aldrei að flytja út fyrir Bandaríska löghelgi. Með bíómiðanum/vídeóspólunni ætti að fylgja mynd af George Bush að kyssa smábarn og textinn af Bandaríska þjóðsöngnum. Myndin er vella út í gegn; Bandarísk þjóðernissápuópera sem yfirfærir Amerískt sýrópssiðgæði yfir á stríðsaðstæður. Söguþráðurinn er fáránlegur þar sem Bandarísku hetjurnar berjast við Evrópsku skrifblokkina við að ná sínum boy burtu frá miskunnarlausum og spilltum hernum í fyrrverandi Júgóslavíu. Þetta er hin þekkta mýta: góðu gaurarnir á móti þeim vondu. Ekkert liggur þar á milli og að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn hvítir englar en restin er svartari en samviska Jiang Zemin, forseta Kína. Ég mæli engan veginn með þessari!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er stórmerkilegt að umfjallanir um Episode 2 hefjast yfirleitt á því að berja niður Episode 1 sem barnalega þvælu. Það skal ekki gert hér! Mér finnst Episode 2 stórkostleg mynd og hafa allt það til að bera sem góð ævintýramynd á að hafa: Frumlega umgjörð, hvert hasaratriðið á fætur öðru, góðar tæknibrellur og litla sem enga væmni! George Lucas hefur aldrei selt Star Wars myndirnar sem neitt annað en ævintýri út í gegn og því ekki við öðru að búast en að það verði útkoman. Ef fólk vill myndir með samtöl í fyrsta sæti getur það drifið sig að sjá myndir Woody Allen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Boys Don't Cry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hreinlega með betri myndum sem ég hef séð. Fyrri hluta myndarinnar var ég svolítið ringluð og áttaði mig ekki aleg á persónunum en í seinni hlutanum small þetta allt saman. Einn helsti kostur myndarinnar finnst mér þó vera sá að hún situr svo eftir í manni. Maður fer ekkert heim úr bíó og sofnar alveg strax eftir þessa mynd. Swank er stórkostleg svo og aðrir leikarar myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei