Jessica Alba er slétt sama um gagnrýni. Leikkonan, sem er 35 ára gömul, segist ekki gera bíómyndir fyrir gagnrýnendur, og vill einfaldlega skemmta aðdáendum sínum, þannig að gagnrýni fer inn um annað og út um hitt.
„Nýjasta myndin mín [Mechanic: Resuccection] er poppkornsmynd. Ég held að ég hafi aldrei fengið góða gagnrýni, og veistu hvað? Mér alveg nákvæmlega sama. Ef fólk fer út af myndinni brosandi eftir góða skemmtun, þá er það það eina sem skiptir mig máli,“ sagði leikkonan í samtali við Fabulous tímaritið.
„Ég hef enga stjórn á klippivinnunni, né heldur handriti eða markaðssetningu. Enginn vill gera slæma mynd, við viljum öll að hún verði góð. En þetta er flókið og það er kraftaverk þegar þetta gengur allt upp.“
Jessica segir að hún vandi valið þegar kemur að hlutverkum, en hafi tekið að sér hlutverkið í Mechanic: Resurrection, þar sem hún leikur á móti Jason Statham, af því að persóna hennar, Gina, er sterk kona.
„Ég elska hasarmyndir – ég hef séð nær allar Jason Statham myndirnar, og Gina kemur með eitthvað meira inn í myndina en að vera bara hjálparlaus kona sem þarf að láta bjarga sér.“
„Konur í dag eru úrræðagóðar og sterkar og við getum slegið frá okkur!“
Fyrir 10 árum síðan þá kvartaði Jessica yfir því að fá einungis boð um hlutverk „hóru“ eða „mótorhjólagellu í leðri“, eða „graðrar húshjálpar“, en hafi sætt sig við að Hollywood haldi áfram að gera slíkar myndir, en hún sjálf ætli ekki að taka þau hlutverk að sér framar.
Mechanic: Resurrection kemur í bíó í næstu viku. Kíktu á stiklu hér fyrir neðan: