Slashfilm hefur birt fyrstu myndina af leikaranum James Franco í myndinni Oz: The Great and Powerful. Leikstjórinn Sam Raimi leikstýrir myndinni sem fjallar um töframanninn í Oz og hvernig hann komst til Oz til að byrja með. Myndin er því í raun forveri The Wizard of Oz sem kom út árið 1939.
Myndin er innskönnuð úr tímariti, en von er á stiklu og stillum úr myndinni frá Disney í næstu viku. Myndin sýnir smettið á Franco í töframannaklæðum með loftbelg fyrir aftan sig, en söguþráður myndarinnar verður á þann veg að loftbelgurinn blæs af leið og leiðir Franco í töfraheim þar sem hann hittir þrjár nornir, leiknar af Michelle Williams, Mila Kunis og Rachel Weisz.
Oz: The Great and Powerful kemur í bíó í mars á næsta ári.