Fyrsta kitlan úr Dawn of the Planet of the Apes var birt nú í morgun, en þar fáum við að sjá leiðtoga apanna, Caesar, og her hans.
„Veistu hvað það er sem er svo skelfilegt við þá?“ spyr röddin sem talar yfir kitluna. „Þeir þurfa ekki orku … ljós, hita, ekkert. Það er þeirra forskot.“
Auk þess hafa þeir nú tekið hesta í sína þjónustu og fara um allt á hestbaki.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:
Myndin hefst tíu árum eftir atburði síðustu myndar. Sífellt stækkandi hópur af erfðabreyttum öpum undir stjórn Caesar, mætir nú andspyrnu frá hópi manna sem lifði af hinn stórhættulega vírus sem slapp út áratug fyrr. Þeir semja um vopnahlé, sem reynist verða skammlíft, þar sem báðir aðilar búa sig undir stríð sem mun ákvarða hvaða tegund muni verða ráðandi á Jörðinni í framtíðinni.
Leikstjóri er Matt Reeves og helstu leikarar eru Andy Serkis, Jason Clarke og Gary Oldman. Myndin kemur í bíó í Bretlandi 17. júlí 2014.