Fyrsta hrökkvivið-atriðið strax í byrjun myndar

Í hrollvekjunni The Nun 2, sem komin er í bíó hér á landi, er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Fyrsta hrökkvivið-atriðið kemur strax á fyrstu fimm mínútunum og er ekki af verri endanum.

Blaðamaður vefjarins Slashfilm spurði leikstjórann Michael Chavez út í myndina og hvernig það var að kafa ofaní hreina illsku en djöflanunnan Valak er ekki bara vond, hún er ill, eins og segir í umfjöllun Slashfilm.

The Nun 2 (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.6
Rotten tomatoes einkunn 51%

Sagan gerist í Frakklandi árið 1956. Prestur er myrtur og vonskan breiðist út. Systir Irene þarf rétt einu sinni að horfast í augu við hina illgjörnu Valak, djöflanunnuna....

„Ég held að þetta sé eitt af því sem mig langaði bara að gera – ég er mjög hrifinn af því þegar kvikmynd byrjar með einhverju klikkuðu atriði. Hvaða tegund myndar sem það er, þá elska ég þegar menn eru ekkert að spara við sig. Og ég held að með þetta þá vildi ég sýna mjög skýrt að Valak væri mætt aftur á svæðið og hún er bandsjóðandi brjáluð og að byrja það á sem hryllilegasta máta var alveg málið.“

Prestar og nunnur í tísku

Hrollvekjur sem tengjast kaþólskri trú og rannsóknum eru í tísku núna. Má þar nefna The Pope´s Exorcist frá því fyrr á árinu með Russell Crowe í aðalhlutverkinu. Er einhver ástæða fyrir því afhverju fólk er svona spennt núna að sjá presta og nunnur að leysa gátur í hrollvekjum?

The Pope's Exorcist (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 51%

Saga séra Gabriele Amorth, hins goðsagnakennda ítalska prests sem framdi meira en 100.000 særingar fyrir Vatikanið. ...

„Þetta er góð spurning. Ég veit ekki afhverju þetta er svona vinsælt núna. Ég held að kaþólska kirkjan búi yfir langri og ríkri sögu. Og hvort sem þú ert kaþólikki eða guðlaus eða hvað annað, þá held ég að það sé margt áhugavert í þeirri sögu. Við erum alltaf spennt fyrir mannkynssögunni og það tengir okkur við eitthvað stærra samhengi. Og svo er hugmyndin um eitthvað enn stærra, að tengjast við eitthvað yfirnáttúrulegt, hvort sem það er heilagt eða ekki, að tengjast við Guð eða djöfla. Ég held að það sé mjög ágengt dót.“

Þarf hugrekki

Eins og Slashfilm bendir á þá þarf hugrekki til að feta í fótspor hrollvekjumeistara eins og James Wan (Saw, Conjuring) en Chaves hefur nú leikstýrt jafn mörgum myndum í hinum sístækkandi Conjuring heimi og upprunalegi kvikmyndagerðarmaðurinn Wan.

Fyrst stýrði hann The Curse of La Llorona, þá The Conjuring: The Devil Made Me Do It og núna snýr hann aftur í The Nun 2, sem er framhald hliðarmyndarinnar The Nun um djöflanunnuna Valek og fórnarlömb hennar ótalmörg ( sem tengir okkur svo við Conjuring hrollvekjurnar ).

The Curse of La Llorona (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.3
Rotten tomatoes einkunn 26%
The Movie db einkunn6/10

Anna Garcia er félagsráðgjafi, ekkja og tveggja barna móðir sem lætur taka tvo syni úr umsjá móður sinnar á grunni rökstudds gruns um að hún hafi beitt þá harðræði. Anna lætur vista synina hjá fósturfjölskyldu og kemst ekki að því fyrr en of seint að þar með gerði hún ...

The Conjuring: The Devil Made Me Do It (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 56%
The Movie db einkunn8/10

Taugatrekkjandi saga af hryllingi, morði og óþekktri illsku sem kom jafnvel hinum reyndu rannsakendum Ed og Lorraine Warren úr jafnvægi. Myndin hefst á baráttu þeirra fyrir sálu ungs drengs og í framhaldinu mæta þau öflum sem eru magnaðari en allt sem þau hafa áður upplifað. Þetta...

The Nun er hefðbundin Conjuring kvikmynd á alla kanta. Hún leiðir mann í gegnum allsonar skelfileg atriði sem fá þig til að stökkva upp í sætinu og áhugaverðar persónur koma við sögu. Þegar þú ert ekki að hrökkva við í sætinu ertu að fylgjast með systur Irene og hinni dauðadæmdu Maurice.

Blaðamaður Shalsfilm segir í greininni að þegar hann er að reyna að sannfæra einhvern um að sjá Conjuring kvikmynd segi hann frá atriði í Conjuring 2 þar sem Patrick Wilson syngur Elvislag. Hann segir The Nun 2 gefa svipaða innsýn í persónur og tilfinningar.

Betra að þekkja persónurnar

Hann spyr leikstjórann hvernig hann láti áhorfendur tengjast persónunum áður en þær lenda í bráðri lífshættu?

The Nun (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.4
Rotten tomatoes einkunn 24%
The Movie db einkunn6/10

The Nun segir frá ungri nunnu, Irene, sem er ásamt prestinum Burke send til Rúmeníu að rannsaka dularfullt sjálfsmorð nunnu í hinu sögufræga Cârța-nunnuklaustri í suðurhluta Transylvaníu. Fljótlega eftir komuna þangað uppgötva þau Irene og Burke að hlutirnir eru sannarlega ekki ...

„Ég held að þú verðir að gera þetta því það er í raun ekkert hræðilegt ef þú gerir það ekki. Áhorfandinn verður að þekkja persónurnar til að vera ekki sama um þær. Að miklu leiti snýst þetta um leikarana, og gefa þeim góðan tíma til að vinna sína vinnu.

Ég er svo stoltur af leikaraliðinu. Allir skiluðu frábærri frammistöðu. Það er leiðinlegt að hugsa til þess hve mörg frábær atriði voru klippt út. En við vönduðum okkur vel og völdum allra bestu atriðin,“ segir Chavez að lokum.