Fullorðna skilnaðarbarnið – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan er komin fyrir gamanmyndina A.C.O.D ( Adult Children of Divorce ) en í myndinni, sem var upphaflega frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar sl. í Bandaríkjunum, er hópur þekktra leikara, eins og Adam Scott, Richard Jenkins, Catherine O’Hara og Jane Lynch.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin fjallar um Carter, sem leikinn er af Adam Scott, sem náði að komast heill út úr skilnaði foreldra sinna, og virðist vera í góðu jafnvægi. Þegar bróðir hans trúlofar sig þá er það í verkahring Carters að ná foreldrum þeirra saman á ný, sem kemur róti á líf hans og fjölskyldunnar. Hann uppgötvar síðan að hann var án þess að vita það hluti af rannsókn um skilnaðarbörn og þarf að koma í framhaldsrannsókn mörgum árum síðar.

a.c.o.d.

Leikstjóri er Stu Zicherman og meðal annarra leikara eru Amy Poehler, Mary Elizabeth Winstead og Jessica Alba.