Frumsýningar – Þrjár í paradís

Þrjár nýjar myndir bætast við í sýningaflóru Bíó Paradísar á Hverfisgötu nú um helgina. Fyrst ber að nefna þriðja hluta Draumsins um veginn eftir Erlend Sveinsson, Draumurinn um veginn, 3. hluti: Gengið til orða, en hún fór í almennar sýningar í gær, fimmtudag. Draumurinn um veginn er kvikmyndabálkur í fimm hlutum um  pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Norður – vestur Spáni.

Sálfræðitryllirinn Berberian Sound Studio var einnig frumsýnd í gær, en samkvæmt tilkynningu frá Bíó Paradís hefur myndin verið að fá frábær viðbrögð á undanförnum vikum og mánuðum.

Þriðja myndin er Dawn of the Dead, frá 1978 eftir George A. Romero, en það er fyrsta sýning hins nýstofnaða cult og klassík hóps Svartir sunnudagar, sem við sögðum frá hér á kvikmyndir.is í vikunni.