Draumurinn um veginn 5. hluti: Að heiman heim (2010)
Síðasti hluti myndaflokksins um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar eftir hinum forna Jakobsvegi.
Öllum leyfðSöguþráður
Síðasti hluti myndaflokksins um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar eftir hinum forna Jakobsvegi. Myndin hefst á dýradegi eða Kristslíkamahátíð í Benediktínaklaustrinu í Samos, sem er lítill bær í Galisíuhéraði í Norð-Vestur hluta Spánar. Thor er kominn til heilsu á ný eftir veikindin sem hrjáðu hann í 4. hlutanum og getur nú fylgt eftir ásetningi sínum um að ganga til grafar Jakobs postula í dómkirkjunni í Santiago de Compostela. Inn í gönguna fléttast tengsl hans við aðra pílagríma og íbúa Galisíu, minningabrot að heiman auk þess sem kaflar úr skáldsögu hans, Morgunþulu í stráum (1998), lifna við ásamt textum úr íslenskum fornritum. En þar með er ekki öll sagan sögð, því þar kemur að turnar dómkirkjunnar í Santiago blasa við sjónum skáldsins og menningarpílagrímsins ofan af Hæð fagnaðarins (Monde del Gozo) eins og hún nefnist í íslenskri miðaldaþýðingu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því þar kemur að turnar dómkirkjunnar í Santíago blasa við sjónum menningarpílagrímsins ofan af Hæð fagnaðarins (Monde del Gozo) eins og hæð þessi nefnist í íslenskri miðaldaþýðingu og við tekur inngangan í Santiagoborg, sem á öllum öldum hefur haft djúpstæð áhrif á tilfinningalíf pílagríma.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!






