Á föstudaginn næsta, þann 12. apríl, frumsýna SAMbíóin grínmyndina The Incredible Burt Wonderstone með Steve Carell og Jim Carrey í aðalhlutverkum.
Burt Wonderstone, sem um árabil hélt úti vinsælustu sýningunni í Las Vegas ásamt félaga sínum Anton Marvelton, er sennilega búinn að missa það!
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Já, hinn óviðjafnanlegi Burt Wonderstone má sannarlega muna sinn fífil fegurri. Ásamt Anton rakaði hann saman milljónum dollara á sýningu þeirra í Las Vegas en svo fór að lokum að aðeins örfá sæti seldust á hverja sýningu sem þar með var nokkurn veginn sjálfhætt.
Burt glímir við margskonar vanda. Í fyrsta lagi hefur hann misst nánast allan áhuga á töfrabrögðum og í öðru lagi þá er hinn meinti vinskapur hans og Antons löngu glataður. Í þriðja lagi virðist almenningur hafa mun meiri áhuga á að sjá strætislistamenn eins og hinn hrokafulla Steve Grey sýna listir sýnar í stað þess að sjá alvörutöfra eins og þá sem Burt hafði sérhæft sig í. En hvað á Burt að gera?
Dag einn þegar hann er að sýna nokkrum gamalmennum á elliheimili spilagaldra rekst hann á sjálfan Rance Holloway, manninn sem upphaflega var ástæðan fyrir því að Burt ákvað í æsku að gerast töframaður. Getur fundur þeirra orðið til þess að Burt finni neistann á ný?
Aðalhlutverk: Steve Carell, Jim Carrey, Olivia Wilde, Alan Arkin, Steve Buscemi, James Gandolfini, Luke Vanek og Mason Cook
Leikstjórn: Don Scardino
Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka,Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík. Einnig sýnir Ísafjarðarbíó og bíóhúsið Akranesi myndina.
Aldurstakmark: 12 ára
Fróðleiksmolar til gamans:
• Þetta er í þriðja sinn sem þeir Steve Carell og Jim Carrey leika saman í mynd, en Steve sló eins og flestir vita fyrst fyrir alvöru í gegn sem fréttamaðurinn Evan Baxter í Jim Carrey-myndinni Bruce Almighty árið 2003. Þeir léku síðan saman í teiknimyndinni Horton Hears a Who! og eru svo mættir hér á ný og hafa aldrei verið betri.