Stórmyndin The Hobbit: The Battle of the Five Armies með Martin Freeman, Ian McKellen og Richard Armitage í aðalhlutverkum verður frumsýnd föstudaginn, 26. desember. Myndin verður sýnd um land allt.
Myndin er sú síðasta um Bilbó Bagga (Freeman), Þorinn Eikinskjalda (Armitage) og dvergana þrettán. Föruneytið hefur endurheimt heimkynni dverganna frá drekanum Smeygni (Cumberbatch), en hafa óafvitandi leyst úr læðingi eina mestu ógn Miðgarðs. Í bræði sinni lætur hann rigna eldi yfir varnarlausa íbúa Vatnabæjar. Á sama tíma verður Þorinn heltekinn af fjársjóðnum sínum og fórnar vináttunni við Bilbó til að tryggja öryggi hans.
Bilbó reynir í örvæntingu að fá hann aftur yfir á sitt band, en neyðist að lokum til þess að taka afdrifaríka ákvörðun. Ekki bætir úr skák að hinn mikli óvinur, Sauron, hefur sent hersveitir af orkum til þess að ráðast á Fjallið Eina úr launsátri. Nú verða kynþættir dverga, álfa og manna því að ákveða hvort að þeir vilji sameinast eða tortímast. Bilbó berst fyrir lífi sínu í hinni mikilfenglegu Fimmherjaorrustu á meðan framtíð Miðgarðs hangir á bláþræði.
Síðasta myndin, Desolation of Smaug, endaði á þann veginn að Bilbo Baggins og dvergarnir áttu í miklum bardaga við drekann Smaug í Fjallinu Eina, á endanum fór það á þann veg að Smaug flúði fjallið og flaug í átt að Laketown.
The Hobbit átti upphaflega að vera tvær myndir. Tökur á þeim hófust í mars árið 2011. Fyrri myndin var tekinn til sýninga í desember árið 2012, en önnur myndin var frumsýnd á síðasta ári. Leikstjórinn Peter Jackson opinberaði nýjan titil á þriðju myndinni í apríl á þessu ári, en upphaflega átti hún að heita There and Back Again. Nýji titillinn, The Battle of the Five Armies, vísar í hinn mikla bardaga um Erebor úr skáldsögunni eftir J.R.R. Tolkien